Bandarískir kjósendur segja bin Laden ekki hafa áhrif á afstöðu sína

Frá kosningafundi Kerrys í Iowa-ríki í gær.
Frá kosningafundi Kerrys í Iowa-ríki í gær. AP

Bandarískir kjósendur segja nýlegar hótanir Osama bin Laden forsprakka al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna, hafi ekki áhrif á afstöðu þeirra fyrir væntanlegar forsetakosningar í Bandaríkjunum, en kosið verður á þriðjudag.

Frá þessu er skýrt í New York Times í dag, en blaðið segist hafa tekið fjölmörg vitöl við fólk í fimm ríkjum sem tvísýnt er um úrslit í, eftir að skilaboðum bin Ladens var sjónvarpað á föstudag.

Ýmsir töldu að bin Laden væri með ávarpi sínu til bandarísku þjóðarinnar að fá fólk til þess að snúast á sveif með John Kerry, frambjóðanda demókrata, en aðrir sögðu að hann vildi að fólk kysi George W. Bush, núverandi forseta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert