Mun Terri Schiavo deyja?

Læknar í Pinellas Park í Flórída tóku í gærkvöldi úr sambandi tæki sem í 15 ár hafa haldið á lífi Terri Schiavo, 41 árs gamalli konu með alvarlegar heilaskemmdir. Dómari hafði fyrr um daginn úrskurðað að fara bæri að óskum eiginmanns hennar, Michaels Schiavos, um að leyfa konunni að deyja. Er talið að það muni gerast eftir eina eða tvær vikur.

Mál Schiavos hefur verið mjög umdeilt í rúman áratug og reyndu fulltrúar repúblikana á þingi í gær að beita sér á síðustu stundu til að fá hrundið úrskurði dómarans. Sagði Tom DeLay, talsmaður repúblikana í fulltrúadeildinni, það vera "villimennsku" að aftengja tækin.

Foreldrar Schiavos, sem eru kaþólskir og mjög trúræknir, vildu ekki samþykkja að tækin, sem hafa séð um að dæla næringu í æðar hennar, yrðu aftengd. Tækin hafa tvisvar áður verið aftengd en síðan tengd á ný eftir nýjan dómaraúrskurð.

Michael Schiavo segir að eiginkonan hafi á sínum tíma tjáð sér að hún vildi ekki að sér yrði haldið á lífi með aðstoð tækja. Hún andar án tækja en varð fyrir miklum heilaskaða árið 1990 vegna breytinga á efnaskiptum í tengslum við átröskun sem þjakaði hana. Foreldrarnir bera brigður á þá fullyrðingu hans og segja að dótturinni geti batnað. Hún hafi hlegið, grátið, brosað og sýnt viðbrögð þegar talað var við hana.

Pinellas Park í Flórída. AP.

Pinellas Park í Flórída. AP.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert