Páfagarður vill að Schiavo verði látin lifa

Péturstorgið í Vatikaninu.
Péturstorgið í Vatikaninu. AP

Hið opinbera dagblað Páfagarðs fordæmdi í dag þá sem vilja að Terri Schiavo, konan sem er heilasködduð og hefur verið í dái í 15 ár, fái að deyja.

Í blaðinu segir að þjáningar Terry séu „þjáningar mannkynsins.“

„Hver getur og á hvaða forsendum ákveðið hver eigi rétt á þeim „forréttindum“ að lifa?“ segir í leiðara blaðsins. „Hin hæga og hræðilega þjáning Terri er þjáningin sem gefur Guði merkingu ... þjáning kærleikans sem sá sem verndar hina varnarlausustu getur gefið. Þetta er þjáning mannkynsins.“

Dómari í Flórída úrskurðaði á föstudag að fara bæri að óskum Michaels Schiavos, eiginmanns Terri, um að leyfa henni að deyja. Voru tækin aftengd í kjölfarið. Foreldrar konunnar hafa hins vegar barist fyrir því að henni verði haldið á lífi áfram og skrifaði George W. Bush Bandaríkjaforseti undir lög í dag en samkvæmt þeim á að setja búnaðinn aftur í gang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert