Sat átta ár í fangelsi fyrir að myrða son sinn sem svo birtist á lífi

Kona í Bangladesh sem sat átta ár í fangelsi fyrir að myrða son sinn hefur nú verið látin laus eftir að sonurinn birtist á lífi. Kamala Khatun og eiginmaður hennar Mizanur Rahman voru látin laus úr fangelsi í Sherpur um 140 km norður af höfuðborg landsins Dhaka í gær.

Fyrri eiginmaður Khatun og faðir drengsins sakaði hana og hinn nýja eiginmann hennar um að hafa drepið son þeirra, Faruk. Þrátt fyrir að ekkert lík fyndist voru þau fundin sek um morð og dæmd í lífstíðarfangelsi.

Faruk, sem nú er 19 ára gamall, gaf sig fram við yfirvöld í febrúar og sagði að faðir hans hefði rænt sér fyrir átta árum og haldið honum í felum þar til nú.

Mannréttindasamtök börðust fyrir því að fá Khatun og Rahman látin laus og fóru með málið fyrir hæstarétt. Hann komst að þeirri niðurstöðu að þau skyldu látin laus fyrr í þessum mánuði.

Þá fyrirskipaði rétturinn að rannsókn yrði hafin því hvers vegna þau voru ranglega sakfelld. Khatun hefur krafist þess að fyrrverandi eiginmanni hennar verði refsað fyrir þjáningarnar sem hann lét hana ganga í gegnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert