Dauðamaður í Texas slapp úr fangelsi

Dauðamanni tókst að sleppa úr fangelsi í Texas eftir að hafa komist yfir borgaraleg föt og fölsuð persónuskilríki, að því er yfirvöld greina frá. Maðurinn, Charles Victor Thompson, var dæmdur til dauða fyrir morð á fyrrverandi kærustu sinni og unnusta hennar árið 1998.

Hann slapp í gær þar sem hann var í haldi sýslufangelsi, en ekki á dauðadeild, eftir að dómur var kveðinn upp yfir honum í síðustu viku. Senda átti hann í ríkisfangelsi innan 45 daga. Hann gengur enn laus, og rannsóknarlögreglumenn hafa í morgun yfirheyrt fangaverði.

„Hann hafði skipt um föt og farið úr appelsínugula samfestingnum sem fangar jafnan klæðast,“ sagði talsmaður lögreglunnar. „Vera má að hann hafi verið fluttur úr fangaklefanum undir því yfirskini að hann þyrfti að tala við verjanda sinn. Hann þótti það sannfærandi að vörðurinn hleypti honum út úr klefanum.“ Samkvæmt fölsuðu skilríkjunum sem Thompson var með starfaði hann fyrir dómsmálaráðuneytið í Texas.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert