Hugsanleg tengsl morða í Ipswich og Norwich könnuð

Lögregla og meinafræðingar við heimili 37 ára gamals manns, sem …
Lögregla og meinafræðingar við heimili 37 ára gamals manns, sem er í hald lögreglu, í Trimley austur af Ipswich í dag. AP

Lögregla í Ipswich á Englandi kannar nú hugsanlegt tengsl tveggja óupplýstra morða og eins mannhvarfs í bænum Norwich, sem liggur norður af Ipswich, og morða á fimm vændiskonum í Ipswich í upphafi þessa mánaðar. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Um er að ræða morðin á hinni 16. ára gömlu Natalie Pearman árið 1992 og hinni 22 ára Michelle Bettles árið 2002 og hvarf Kellie Pratt, sem var 29 ára, og hvarf árið 2000.

Lögregla í Ipswich er nú sögð vinna að því í kapphlaupi við tímann að safna sönnunargögnum gegn tveimur mönnum sem hún hefur í haldi vegna rannsóknar morðanna í Ipswich en frestur lögreglu til að leggja fram ákæru gegn þeim rennur annars vegar út á morgun og hins vegar á laugardag. Hafi ákærur ekki verið lagðar fram fyrir þann tíma verður lögregla að sleppa mönnunum úr haldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert