Hamas tekur yfir höfuðstöðvar öryggissveitar Fatah

Læknar mótmæla árásum á spítala.
Læknar mótmæla árásum á spítala. AP

Hundruðir stuðningsmanna Hamas samtakanna tóku yfir höfuðstöðvar öryggissveitar Fatah hreyfingarinnar, á norður Gasa, og unnu lykilsigur í baráttunni um yfirráð á Gasa. Báðar hliðar segja borgarastyrjöld hafna í Gasa, þar sem 34 hafi dáið í átökunum undanfarna tvo daga.

Bardagarnir í dag marka skil í baráttunni, þar sem Hamas reynir að ná yfirhöndinni með kerfisbundnum hætti. Baráttan hefur stigmagnast undanfarna daga. Fólk eru líflátið á götum úti, inni á spítölum eða hent því fram af þökum.

Á Vesturbakkanum hefur Abbas, stjórnmálaleiðtogi Fatah, fundað með leiðtogum Fatah hreyfingarinnar, sem hafa hvatt hann til þess að ganga úr stjórnarsamstarfi við Hamas samtökin, lýsa yfir neyðarástandi og kalla til snemmbúinna kosninga.

Hamas og Fatah hafa verið í valdabaráttu síðastliðið ár, síðan Hamas vann þingkosningar, og vöruðu Hamas samtökin við því í dag að þau myndu taka á skarið. Aftur á móti hafa herforingjar innan raða Fatah kvartað yfir því að fá ekki skýr skilaboð frá Abbas um að verjast Hamas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert