Stríðsglæpadómstóll reistur á Guantanamo

Stríðsglæpadómstól á Guantanamo verður stofnaður innan tíðar.
Stríðsglæpadómstól á Guantanamo verður stofnaður innan tíðar. Reuters

Verið er að reisa stór tjöld á yfirgefinni flugbraut við Guantanamo-flóa á Kúbu með það fyrir augum að stofna þar sérstakan stríðsglæpadómstól fyrir þá sem þar eru í haldi. Samkvæmt AP fréttastofunni er áætlað að réttarhöld geti hafist í mars á næsta ári.

Upphaflega átti að reisa veglegri húsakost yfir dómstólinn en bandaríska þinginu blöskraði kostnaðurinn.

Reiknað er með að hægt verði að rétta í málum sex fanga hverju sinni og í sumum málum þar sem grunaðir eru sakaðir um að taka þátt í sömu eða mjög svipuðum málum verður að sögn Bandaríkjahers hægt að rétta í málum margra fanga í einu og nota sömu sönnunargögn.

Þar á meðal eru 15 „hágæða” fanga sem svo eru nefndir í frétt AP.

Reiknað er með að 80 fangar fái réttað í sínu máli fyrir stríðsglæpadómstólnum en í Guantanamo sitja sem stendur um 340 manns í haldi grunaðir um tengsl við hryðjuverk, al-Qaida eða Talibana.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert