Ný vatnsverksmiðja gangsett í Ölfusi

Icelandic Glacial,
Icelandic Glacial,

Icelandic Water Holdings ehf. sem síðastliðin þrjú ár hefur starfsrækt átöppunarverksmiðju fyrir Iceland Glacial vatnið í Þorlákshöfn, gangsettu í dag nýja verksmiðju í landi Hlíðarenda í Ölfusi.

 Verksmiðjan er um 6.700 fermetrar að stærð og mun í fyrri áfanga anna átöppun um 100 milljón lítra á ári. Hún er búin sérstöku orkustjórnunarkerfi til að halda áhrifum á umhverfi og náttúru í lágmarki, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

 Stofnendur Icelandic Glacial, þeir Jón Ólafsson og Kristján Ólafsson, ræstu fyrri framleiðslulínu verksmiðjunnar formlega í dag ásamt Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráherra. Að því loknu  gróðursettu þeir ásamt sveitarstjóra Ölfuss, Ólafi Áka Ragnarssyni, og börnum úr Ölfusi fyrstu trén sem ætlað er að mynda sérstakan lund í nágrenni verksmiðjunnar.

Jón Ólafsson
Jón Ólafsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Jakob Falur Kristinsson: Vatn

Viðskipti — Fleiri fréttir

Í gær

Miðvikudaginn 24. apríl

Þriðjudaginn 23. apríl

Mánudaginn 22. apríl

Sunnudaginn 21. apríl

Laugardaginn 20. apríl

Föstudaginn 19. apríl

Fimmtudaginn 18. apríl