Blómahátíð í Hveragerði

Þúfnahopp
Þúfnahopp

Blómasýning verður haldin um helgina í Hveragerði. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem garðyrkju- og blómasýning er haldin með þátttöku allra fagfélaga í græna geiranum á Íslandi.

Hvergerðingar bjóða landsmönnum öllum til blómasýningar dagana 26.-28. júní.  Verður þetta í fyrsta sinn á Íslandi sem haldin er garðyrkju- og blómasýning með þátttöku allra fagfélaga í græna geiranum á Íslandi. Slíkar hátíðir eru þó vel þekktar erlendis.

Ráðstefnan „Íslensk garðlist“ sem stendur yfir dag, markar upphaf hátíðarinnar.  Ráðstefnan er haldin á Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum ofan við Hveragerði.  Í kjölfar hennar hófst sýningin með setningarathöfn kl. 16

Allt sem tengist garðyrkju, umhverfismálum, íslenskri framleiðslu og handverki verður á sýningunni.  Sýningar, markaðir og ýmsar keppnir verða allan sýningartímann.  Lífleg markaðsstemning í sölutjöldum verður allsráðandi með skemmtilegum uppákomum.

Segir í tilkynningu að sýningin sé fjölskyldumiðuð þar sem lögð verður áhersla á að gera börnum hátt undir höfði.  Leiktæki og uppákomur verða fyrir yngstu kynslóðina þannig að engum ætti að leiðast.  Góð aðstaða til gistingar er í boði á tjaldsvæði og þar eru einnig  allskyns uppákomur.

Stærstu viðburðirnir eru:

  • Smágarðasamkeppni, þar sem sex verðlaunatillögur í samkeppni Félags íslenskra landslagsarkitekta og Hveragerðisbæjar eru framkvæmdar í miðbæ Hveragerðisbæjar.
  • Slá á met í gerð lengstu blómaskreytingar á Íslandi. Gert á útisvæði jafnt og þétt yfir sýningardagana þannig að gestir og gangandi geta fylst með.  Framkvæmdin er í höndum Félags íslenskra blómaskreytimeistara sem einnig skreyta aðalgötu bæjarins með óvenjulegum skreytingum sem enda í uppsettu, blómaskreyttu svefnherbergi, eldhúsi og stofu á Gleym-mér- eyju sýningarsvæðisins.
  • Risa sölu- og sýningarsvæði en svæðið skiptist í útisvæði, markaðstjöld og innisvæði. Á útisvæðinu, sem staðsett er í skrúðgarðinum, mun fjöldi einstaklinga og fyrirtækja sýna og selja vörur sínar. Þar verður boðið upp á allt frá blómadropum og garðaáburði upp í sláttuvélar, gróðurhús og garðpalla.
mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Miðvikudaginn 24. apríl