Ruglingslegustu myndir allra tíma

Margir hafa klórað sér í hausnum yfir 2001: A Space …
Margir hafa klórað sér í hausnum yfir 2001: A Space Odyssey.

Ástralska blaðið Sydney Morning Herald tók í vikunni saman skemmtilegan lista yfir „ruglingslegustu“ myndir allra tíma. Kvikmyndin 2001: A Space Odyssey eftir Stanley Kubrick er efst á blaði á listanum og kemur það kannski ekki mörgum á óvart.

Í öðru sæti er hin frábæra Donnie Darko frá árinu 2001 og í því þriðja er Mulholland Drive eftir David Lynch. Það er reyndar tekið fram að allar aðrar Lynchmyndir eigi vel heima á listanum líka.

Hér má sjá listann yfir ruglingslegustu myndirnar að mati blaðsins.

1. 2001: A Space Odyssey
2. Donnie Darko
3. Mulholland Drive
4. The Matrix Revolutions
5. Synedoche, New York
6. Vanilla Sky
7. I Heart Huckabees
8. Southland Tales
9. Don‘t Look Now
10. Primer

mbl.is