Múhameðstrúarmenn biðla til Sameinuðu þjóðanna í slag sínum við Dani

Aðalritari Íslamskra landssamtaka (e. Organization of the Islamic Conference) Ekemeleddin Ihsanoglu sagði í samtali við blaðamenn í Kairó að samtökin myndu fara fram á það við allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna að það myndi samþykkja ályktun sem bannar árásir á trú manna. Er talið að þessi tillaga sé liður í stríðinu gegn skopteikningum af spámanninum Múhameð sem Jyllands-Posten birti fyrir ári síðan.

Ályktunin hefði það í för með sér að hægt væri að fara fram á aðgerðir á borð við verslunarbann og fleira í þeim dúr. Fréttavefur Berlingske Tidende skýrði frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert