Bandaríkjaher frestar eldflaugaskotum yfir Sádi-Arabíu

Tomahawk-flugskeyti skotið frá bandaríska tundurspillinum Cape St. George á Miðjarðarhafi.
Tomahawk-flugskeyti skotið frá bandaríska tundurspillinum Cape St. George á Miðjarðarhafi. AP

Bandarísk yfirvöld hafa ákveðið að fresta Tomahawk-eldflaugaskotum yfir Sádi-Arabíu eftir að þarlend stjórnvöld kvörtuðu undan því að sum af þeim flugskeytum sem skotið hefði verið frá bandarískum herskipum hefðu hafnað á sádi-arabískri grundu. Vandkvæði hafa verið með eldflaugaskot frá skipum á Miðjarðarhafi og Rauðahafi, að sögn Victor Renuart, talsmanns Bandaríkjahers.

Renuart segir að Bandaríkjaher sé að reyna að bæta úr málinu og muni ræða við Sádi-Araba um lausnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert