Stytta af Saddam felld af stalli í miðborg Bagdad

Styttan af Saddam Hussein felld af stalli í Bagdad í …
Styttan af Saddam Hussein felld af stalli í Bagdad í dag. AP

Sjö metra há bronsstytta af Saddam Hussein var felld af stalli á hringtorgi í miðborg Bagdad á austurbakka Tigrisfljóts í dag. Stálvír var festur í styttuna og síðan var hún dregin niður með bandarískum herbíl. Styttan var reist á síðasta ári í tilefni af 65 ára afmæli Saddams. Skömmu áður höfðu bandarískir landgönguliðar bundið bandaríska fánann um höfuð styttunnar en fjarlægðu hann skömmu síðar og vöfðu íröskum fána um styttuhöfuðið. Þegar stuttam féll fögnuðu viðstaddir og hoppuðu á henni. Síðar var höfuðið brotið af og viðstaddir drógu það á eftir sér um torgið.

Jafnskjótt og bandarískir hermenn óku í skriðdrekum og öðrum ökutækjum að Al-Fardus hringtorginu um hádegisbil í dag tók fólk að safnast fyrir við styttuna. Einn maður klifraði upp á hana með reipi og brá lykkju um háls styttunnar. Aðrir réðust að fótstalli styttunnar með sleggjum en síðan var brynvörðu ökutæki bakkað að styttunni og vír brugðið um styttuna.

Styttan var afhjúpuð 28. apríl í fyrra. Þar er Saddam í borgaralegum fötum og bendir með annarri hendi í átt til Jerúsalem. Styttan er umkringd 37 súlum sem tákna fæðingarár Saddams, 1937. Á hverri súlu er fangamarkið SH með arabísku letri.

Styttan fallin. Myndin er tekin af útsendingu Sky News.
Styttan fallin. Myndin er tekin af útsendingu Sky News.
Undirbúið að draga styttuna niður.
Undirbúið að draga styttuna niður. AP
Styttan af Saddam var reist í tilefni af 65 ára …
Styttan af Saddam var reist í tilefni af 65 ára afmæli hans í fyrra. AP
mbl.is/Kristinn
Bandarískir landgönguliðar vöfðu bandarískum fána um höfuð styttunnar en skömmu …
Bandarískir landgönguliðar vöfðu bandarískum fána um höfuð styttunnar en skömmu síðar fjarlægðu þeir hann og settu íraska fánann í staðinn. AP
Bandarískir landgönguliðar binda íraska fánann á styttuna af Saddam Hussein …
Bandarískir landgönguliðar binda íraska fánann á styttuna af Saddam Hussein áður en hún var felld. AP
Írakar hlaupa að styttunni eftir að hún er fallin.
Írakar hlaupa að styttunni eftir að hún er fallin. AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert