Þotuáhöfn handtekin eftir ókurteislega framkomu

Flugmaður þotu bandaríska fllugfélagsins American Airlines var handtekinn á alþjóðaflugvellinum í Sao Paulo í Brasilíu í dag fyrir að gefa ósiðsamlegt handarmerki er starfsmaður brasilíska útlendingaeftirlitsins tók mynd af honum.

Flugmaðurinn, Dale Robin Hirsch, lyfti hendi og sýndi lögreglu löngutöng til að mótmæla nýjum öryggisráðstöfunum á brasilískum flugvöllum sem kveða á um að fingraför skuli tekin af bandarískum þegnum og þeir ljósmyndaðir við komuna til Brasilíu.

Brasilíumenn gripu til ráðstafana af þessu tagi 1. janúar til að svara samskonar aðgerðum bandarískra yfirvalda.

Aðrir liðsmenn áhafnar þotunnar reyndust ósamvinnufúsir við brasilísku lögregluna og var - ásamt flugmanninum - meinuð landganga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka