Bush myndi tapa forsetakosningum nú, samkvæmt könnun

John Edwards myndi sigra Bush, yrði kosið nú, samkvæmt nýrri …
John Edwards myndi sigra Bush, yrði kosið nú, samkvæmt nýrri könnun. AP

George W. Bush, Bandaríkjaforseti, myndi tapa forsetakosningum, hvort sem væri fyrir John Kerry eða John Edwards, ef kosið væri nú, samkvæmt skoðanakönnun, sem CNN, USA Today og Gallup gerðu og birt var í kvöld. Samkvæmt könnuninni myndi Kerry, sem er líklegastur til að verða forsetaefni demókrata, fá 55% atkvæða en Bush 43%. Í byrjun febrúar sýndi samskonar könnun, að að Kerry myndi sigra með 49% atkvæða en Bush fengi 48%.

Þá sýnir könnunin, að Edwards, sem enn berst fyrir útnefningu sem forsetaefni, myndi fá 54% atkvæða en Bush 44% ef kosið væri á milli þeirra tveggja nú.

Samkvæmt könnuninni eru 51% ánægð með frammistöðu Bush í starfi, en 46% sögðust óánægð með frammistöðu hans. Skekkjumörk í könnuninni voru 3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert