Tökum lokið hér á mynd um Leðurblökumanninn

Christian Bale leikur Leðurblökumanninn.
Christian Bale leikur Leðurblökumanninn. AP

Tökum á nýjustu myndinni um Leðurblökumanninn, Batman Begins, sem fram fóru í Öræfasveit við rætur Vatnajökuls er lokið. Undirbúningur hófst snemma á árinu með smíði leikmyndar við rætur Svínafellsjökuls. Samkvæmt upplýsingum frá Sagafilm stóðu tökur yfir í viku og heppnuðust að öllu leyti mjög vel. Um 250 manns komu að gerð myndarinnar á Íslandi.

Sagafilm undir stjórn Finns Jóhannssonar annaðist þjónustu við gerð myndarinnar. Að sögn Finns voru um 100 íslenskir starfsmenn á vegum Sagafilm og á vegum framleiðandans Warner Brothers voru um 150 manns. Þar að auki kom fjöldi þjónustuaðila fyrir austan að aðstoð við myndina.

Aðalleikararnir, Liam Neeson sem leikur Ducard, leiðbeinanda Batmans og Christian Bale sem leikur Batman voru báðir viðstaddir tökurnar hér á landi. Í tilkynningu Sagafilm segir, að leikstjóri myndarinnar, Christopher Nolan, hafi verið einstaklega ánægður með útkomuna og ekki hafi veðrabrigðin í síðustu viku spillt fyrir þar sem leikstjórinn sóttist eftir slíku hér á landi.

Á næstunni munu tökur hefjast í kvikmyndaveri í Englandi og svo er ráðgert að mynda brot úr myndinni í Chicago í sumar. Gert er ráð fyrir að myndin komi í kvikmyndahús um mitt ár 2005.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson