Flak flugvélar Saint-Exuperys fundið

Antoine de Saint-Exupery.
Antoine de Saint-Exupery. AP

Hópur franskra kafara hefur fundið hluta í flaki flugvélar franska rithöfundarins Antoine de Saint-Exupery, en hann hvarf í könnunarflugi fyrir heri bandamanna yfir Miðjarðarhafi 31. júlí árið 1944. Saint-Exupery, sem var flugmaður, skrifaði m.a. söguna Litla prinsinn, sem þýdd hefur verið á fjölda tungumála.

Hluta lendingarbúnaðar og hreyfill úr Lockheed Lightning P-38 flugvél var lyft af hafsbotni undan frönsku borginni Marseille í gær. Frederic Solano, höfuðsmaður í franska hernum, segir að sérfræðingar hafi staðfest að um sé að ræða flugvél Saint-Exuperys.

Saint-Exupery var í njósnaferð til að safna upplýsingum um ferðir þýska hersins í Rínardal þegar flugvél hans hvarf. Þrátt fyrir mikla leit við strönd Miðjarðarhafsins hefur flak vélarinnar ekki fundist fyrr en nú og hafa miklar vangaveltur verið um hvað gerst hafi. Komið hafa fram kenningar um að flugvélin hafi verið skotin niður, hreyfill hennar hafi bilað eða að Saint-Exupery hafi framið sjálfsmorð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir