Fingurbein Búdda til sýnis

AP

Helgiskrín, sem sagt er varðveita fingurbein úr Búdda, var í gær flutt í skotheldu glerbúri með flugvél í borginni Xian í Shaanxi-héraði í Kína til Hong Kong ásamt um 20 öðrum dýrgripum og verða munirnir sýndir við hátíðarhöld í tilefni afmælis Búdda sem er í dag, 26. maí. Í morgun komu Búddaklerkar, fyrirmenn í Hong Kong og af kínverska meginlandinu, saman þegar sýningin var opnuð með formlegum hætti. Á myndinni sjást munkar ganga fram hjá helgiskríninu í Hong Kong í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert