Nýtt umhverfislistaverk eftir Christo afhjúpað í New York

Fólk gengur undir hlið Christos í Miðgarði í New York.
Fólk gengur undir hlið Christos í Miðgarði í New York. AP

Hliðin, nýtt umhverfislistaverk eftir hjónin Christo og Jeanne-Claude, sem sett hefur verið upp í Miðgarði (Central Park) í New York, hefur vakið mikla athygli og skiptist álit gesta mjög í tvö horn. Margir hafa lagt leið sína í Miðgarð til að skoða verkið frá því það var afhjúpað í gær.

Verkið samanstendur af 7500 hliðum sem reist eru yfir gangstíga garðsins og á hliðin eru hengdar gulleitar veifur. Kostnaður við verkið og uppsetningu þess er um 20 milljónir dala, jafnvirði um 1,3 milljarða króna, en þau Christo og Jeanne-Claude sjá alfarið sjálf um fjármögnunina.

Christo og Jeanne-Claude eru heimsfræg fyrir óvenjuleg umhverfislistaverk en kunnust eru þau fyrir að hafa klætt þinghúsið í Berlín í plast. Verkið í Miðgarði nefnist fullu nafni: Hliðin, Miðgarði, New York borg, 1979-2005, vegna þess að þau hjón, sem fæddust bæði árið 1935, hann í Búlgaríu en hún í Marokkó, hafa unnið að því í 26 af þeim rúmu 40 árum sem þau hafa búið í New York.

Hjónin Christo og Jeanne-Claude við eitt verka sinna.
Hjónin Christo og Jeanne-Claude við eitt verka sinna. AP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er góður dagur til að ræða vandamál sem hafa komið upp í vinnunni. Reyndu að skoða málin frá öllum hliðum án tillits til þess hvað hentar þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson