NBA: Washington í undanúrslit Austurdeildar

Gilbert Arenas fagnar sigri í nótt.
Gilbert Arenas fagnar sigri í nótt. AP

Washington Wizards tryggði sér í nótt sæti í undanúrslitum Austurdeildar bandarísku NBA körfuboltadeildarinnar en liðið sigraði Chicago Bulls, 94:91, og einvígi liðanna 4:2. Er þetta í fyrsta skipti í 23 ár sem Washington kemst í undanúrslit.

Gilbert Arenas var hetja Washington í nótt eins og í fimmta leik liðanna á miðvikudag þegar hann skoraði sigurkörfuna. Arenas skoraði ekki mikið í nótt en honum tókst að stöðva Kirk Hinrich í hraðaupphlaupi þegar 2,41 mínúta var eftir af leiknum og Washington skoraði síðan 7 síðustu stigin.

Chicago vann tvo fyrstu leikina í einvígi liðanna en Washington vann næstu fjóra. Er þetta aðeins í 9. skipti í sögu NBA sem lið vinnur í úrslitum eftir að hafa lent 0:2 undir.

Washington mætir Miami Heat í undanúrslitum og er fyrsti leikurinn á sunnudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert