Gras óx á jörðinni mun fyrr en áður var talið

Leifar risaeðlu sem fannst í Kína.
Leifar risaeðlu sem fannst í Kína. Reuters

Vísindamenn frá Svíþjóð og Indlandi hafa komist að því að gras óx mun fyrr á jörðinni en áður var talið. Sannanir fyrir þessu fengu vísindamennirnir eftir að þeir fundu leifar af grasi í saur Þórseðlubróður, sem var grasæta og uppi seint á Júratímabilinu í Afríku og Norður-Ameríku.

Vísindamenn hafa fram til þess talið að gras hafi vaxið á jörðinni fyrir 25 milljónum ára en niðurstöðurnar nú benda til að það hafi verið til fyrir 65 milljónum ára. Þá var áður talið að Þórseðlubræður hafi nærst á laufum trjáa og ávöxtum. Grasið í saur dýranna þykir hins vegar benda til að mataræði risaeðlanna var fjölbreyttara.

Þórseðlubróðir var gríðarstór skepna; 25 metra löng, 12 metra há og allt að 90 tonn að þyngd.

„Við héldum alltaf að ekkert gras hafi verið á jörðinni á tímum risaeðlanna… Nú þurfum við að endurskoða margar kenningar,“ sagði Caroline Stroemberg, einn vísindamannanna í samtali við frönsku fréttastofuna AFP.

Niðurstöður vísindamanna birtust í nýjasta tölublaði vísindatímaritsins Science.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert