Rapp og rokk hlaut flest Billboardverðlaunin

Mariah Carey hlaut fimm verðlaun.
Mariah Carey hlaut fimm verðlaun. Reuters

Rapparinn 50 Cent og rokksveitin Green Day sópuðu til sín verðlaununum á Billboard verðlaunaafhendingunni og hlutu sex verðlaun hvor sveit. 50 Cent, sem hlaut átta útnefningar, var m.a. nefndur listamaður ársins og hreppti verðlaun fyrir plötu ársins en var ekki viðstaddur sjálfa athöfnina.

Hljómsveitin Green Day vann sér inn titilinn rokkhljómsveit ársins og besta popphljómsveitin og lagið þeirra Boulevard of Broken Dreams nefnt rokklag ársins.

Athöfnin fór fram í Las Vegas og var rapparinn LL Cool J kynnir kvöldsins.

Billboard verðlaunin skiptast í 21 ólík verðlaun, þar á meðal rokk, sveitatónlist og hringitónn ársins.

R Kelly, Gwen Stefani and Pharrell Williams komu fram á athöfninni í gær. Verðlaunin falla í skaut þeirra sem hafa staðið sig best á vikulegum vinsældalistum tónlistartímaritsins Billboard.

Mariah Carey var tilnefnd til sjö verðlauna og hlaut fimm, þar á meðal besta rytma- og blússöngkonan og Hip-hop listamaður ársins. American Idol stjörnurnar Carrie Underwood og Shakira hlutu þrenn verðlaun hvor og Gwen Stefani söngvari hljómsveitarinnar No Doubt hreppti verðlaun fyrir að vera besti listamaðurinn sem kemur fyrst fram á þessu ári fyrir fyrstu sólóplötu sína.

Mestan heiður hlaut þó rokkarinn Tom Petty sem hlaut heiðursverðlaun í viðurkenningu fyrir þrjátíu ára starf í rokkinu. „Við þökkum guði fyrir Tom Petty,” sagði Billie Joe Armstrong úr Green Day sem afhenti honum verðlaunin.

„Við höfum ekki alltaf hagað okkur eins og skátar, en við misstum aldrei sjónar af tónlistinni,” sagði Petty þegar hann veitti verðlaununum móttöku. „Ég vil minna ykkur á að þetta eru ekki endalokin. Ég get ennþá gert usla,” sagði hann að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson