Kona fékk nálgunarbann á David Letterman

David Letterman á að hafa sent leynileg skilaboð til konu …
David Letterman á að hafa sent leynileg skilaboð til konu í Santa Fe. Hún brást illa við og fékk nálgunarbann á þáttastjórnandann. Nú má hann ekki koma nær henni en sem nemur þremur metrum. AP

Lögmenn spjallþáttastjórnandans David Letterman vilja að dómari ógildi nálgunarbann sem kona frá Santa Fe í Nýju Mexíkó fékk sett á Letterman. Konan heldur því fram að hann hafi notað leynileg orð til þess að gera henni ljóst að hún ætti að giftast honum og að hann hafi leynilega tjáð henni að hann vildi þjálfa hana sem aðstoðarmann sinn í þáttunum.

Konan, Colleen Nestler, fékk dómara til þess að samþykkja tímabundið nálgunarbann á Letterman sem heldur því fram að Letterman hafi gert hana gjaldþrota. Þá á hann að beitt hana andlegu ofbeldi og svipt hana svefni frá því í maí 1994.

Nestler óskaði eftir því að Letterman, sem tekur upp þættina í New York, haldi sig að minnsta kosti í þriggja metra fjarlægð frá sér og að hann ætti ekki „að hugsa um mig og veita mér lausn frá andlegu áreiti hans.“

Lögmenn Letterman segja að lögbannið eigi ekki að standa og hafa þeir beðið dómarann um að ógilda það.

„Frægt fólk á rétt á því að orðspor þeirra og lagaleg réttindi þeirra séu vernduð þegar einstaka aðdáandi verður annaðhvort hættulegur eða á villigötum,“ sagði einn lögfræðinga Lettermans.

Nestler sagði við AP fréttastofuna í gær að hún vonaði til Guðs að hún fengi varanlegt nálgunarbann á Letterman, en hún bíður eftir að fá það í gegn.

Annar lögfræðingur Lettermans segir að kröfur konunnar séu greinilega fáránlegar og léttúðlegar. Hann segir þetta vera dæmi um það hvernig lögin séu misnotuð.

Beiðni konunnar um nálgunarbann fylgdi sex blaðsíðna vélritað bréf þar sem hún ásakar Letterman um að nota leynileg orð, bendingar og augngotur í því skyni að gefa til kynna áhuga hans á sér.

Hún skrifaði að hún hóf að senda Letterman „ástleitnar hugsanir“ árið 1993 og að hann hafi svarað henni með leynilegum orðum og bendingum þar sem hann bað hana um að koma til New York.

Hún segir að Letterman hafi beðið sig um að verða konan sín í sjónvarpsauglýsingu sem var sýnd til þess að auglýsa þáttinn hans. Í auglýsingunni sést Letterman segja „Gifstu mér Oprah“. Konan segir í bréfinu að Oprah væri eitt af mörgum leyniorðum sem Letterman notaði til þess að vísa til hennar. Hún sagði jafnframt að leynilegi orðaforðinn hafi aukist smátt og smátt og breyst með tímanum.

Í bréfinu kemur ekki fram hvers vegna hún sótti nýlega um nálgunarbann.

Fréttavefur CNN greindi frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér finnst kannski að einhver í vinnunni sé að segja þér ósatt og líklega er það rétt mat hjá þér. Mundu að þú ert sjálfur gæddur þeim hæfileikum sem duga þér til árangurs.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir