Punxsutawney Phil spáir löngum vetri

Bill Deeley múrmeldýrahaldari í Punxsutawney, sýnir viðstöddum Phil í morgun.
Bill Deeley múrmeldýrahaldari í Punxsutawney, sýnir viðstöddum Phil í morgun. Reuters

Múrmeldýrið Punxsutawney Phil hefur spáð fyrir um vorkomuna í Bandaríkjunum. Að sögn túlkenda spádómsins sá Phil skuggann sinn þegar hann kom úr holu sinni í morgun og það þýðir að vetrarveður verður í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar.

Orðstír múrmeldýrsins Phils óx mjög þegar kvikmyndin Múrmeldýradagurinn var gerð árið 1993. Þúsundir manna lögðu í gærkvöldi og nótt leið sína til smábæjarins Punxatawney í Pennsylvaníu til að fylgjast með þessum merka atburði og púuðu viðstaddir þegar spádómnum var lýst.

Þessi siður er rakinn til þýskrar þjóðtrúar sem segir, að ef múrmeldýr í hýði sínu sjái skugga sinn 2. febrúar muni veturinn dragast á langinn. Múrmeldýradagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í 119 ár í Punxsutawney og í 95 skipti hefur dýrið séð skuggann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson