Il Giornale í dag.">

Leiðtogi Hamas segir að þeir sem birti myndir af Múhameð eigi skilið að deyja

Mahmoud Zahar, einn af helstu leiðtogum Hamassamtakanna segir í blaðaviðtali í dag að skopmyndir af Múhameð spámanni, sem birst hafa í evrópskum fjölmiðlum, séu ófyrirgefanleg móðgun og dauðasök. „Við hefðum átt að drepa alla þá sem móðguðu spámanninn en þess í stað erum við hér, að mótmæla með friðsamlegum hætti," segir Zahar við ítalska blaðið Il Giornale í dag.

Zahar er einn af leiðtogum Hamas, sem fékk hreinan meirihluta á palestínska heimaþinginu í kosningum sem fóru fram 25. janúar.

„Við hefðum átt að drepa þá, við hefðum átt að krefjast réttlátrar refsingar yfir þeim, sem virða hvorki trúarbrögð né helgustu tákn þeirra," hefur blaðið eftir Zahar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert