Beðið fyrir Reykjavík á sumardeginum fyrsta

Einn gönguhópurinn leggur af stað frá Fella- og Hólakirkju.
Einn gönguhópurinn leggur af stað frá Fella- og Hólakirkju.

Tíu gönguhópar á vegum kristinna safnaða fóru í bænagöngu í kring um Reykjavík í morgun, að morgni sumardagsins fyrsta. Bænahóparnir lögðu af stað frá nokkrum stöðum í Reykjavík klukkan níu í morgun og komu að húsi KFUM og KFUK um klukkan hálf tólf. Hver hópur hafði þá gengið fimm til sex km leið umhverfis Reykjavík og numið staðar nokkrum sinnum á leiðinni og beðið fyrir borginni.

Um er að ræða samkirkjulegan atburð og að göngunni lokinni fer fram dagskrá með bæn og söng við hús KFUM og KFUK við Holtaveg auk þess sem boðið er upp á súpu og meðlæti til klukkan 13.

Að bænagöngunni stóðu KFUM & KFUK, Betanía, Digraneskirkja, Fríkirkjan Vegurinn, Hjálpræðisherinn í Reykjavík, Hvítasunnukirkjan Filadelfía, Íslenska Kristskirkjan og Óháði söfnuðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert