Osama bin Laden var heltekinn af Whitney Houston

Hjónakornin Whitney Houston og Bobby Brown.
Hjónakornin Whitney Houston og Bobby Brown. Reuters

Hryðjuverkaleiðtoginn Osama bin Laden er sagður hafa verið heltekinn af bandarísku söngkonunni Whitney Houston, í nýrri bók eftir Kola Boof, súdanska konu sem segist hafa verið þvinguð til þess að vera frilla bin Laden árið 1996. Hún segir bin Laden hafa viljað kvænast Houston.

Brot úr sjálfsævisögu Boof, Diary Of A Lost Girl eða Dagbók týndrar stúlku, hafa verið birt í tímaritinu Harper´s. Þar segir Boof að bin Laden hafi sagt við hana að Whitney Houston væri fegursta kona sem hann hefði nokkurn tíma séð og að hann hafi viljað gefa henni glæsihýsi sitt í Kartúm-borg í Súdan. Bin Laden hafi líka verið tilbúinn til þess að brjóta reglur sínar hvað varðar uppruna eiginkvenna sinna til þess að klófesta Houston.

Boof segir bin Laden hafa talað um það í sífellu hvað Houston væri fögur, hvað hún hefði fallegt bros og hversu „íslömsk“ hún væri. Hann taldi þó að Houston hefði verið heilaþvegin af bandarískri menningu og eiginmanni sínum, Bobby Brown. Hann hafi meira að segja talað um að láta drepa Brown.

Þá segir Boof að bin Laden hafi „látið móðan mása" um uppáhaldssjónvarpsþætti sína, en það eiga að vera þættirnir The Wonder Years, Miami Vice og MacGyver, allir hluti af bandarískri menningu. Sky fréttavefurinn segir frá þessu.

Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna.
Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson