Stofnað verður hlutafélag um framtíðarþróun varnarsvæðisins

Stofnað verður sérstakt hlutafélag í eigu ríkisins um framtíðarþróun og umbreytingu fyrrverandi varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli. Verður verkefni félagsins að koma varnarsvæðinu í arðbær borgaraleg not án þess að valda röskun í samfélaginu. Félagið mun lúta forræði forsætisráðherra og mun ríkisstjórnin eiga tvo menn í stjórn þess, en einnig munu sveitarfélög á Suðurnesjum skipa einn mann.

Samkomulag um varnarmál, sem kynnt var í dag, felur í sér að Íslendingar taki við varnarsvæði bandaríska hersins, að fjarskiptaaðsstöðunni í Grindavík undanskilinni, og sjái alfarið um hreinsun og niðurrif á svæðinu.

Í samkomulaginu kemur þó farm að Íslendingar og Bandaríkjamenn muni hafa samráð ef vitneskja kemur fram um að heilbrigði og öryggi manna sé í hættu vegna umhverfismengunar einhvern tíma á næstu fjórum árum. Íslendingar. Umfang mengunar á varnarsvæðinu er þó þekkt að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, og segir hann ólíklegt að upp komist um áður óþekkta umhverfismengun á næstu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert