Bill Murray mætti óvænt í skandínavískt skólapartí í Skotlandi

Bill Murray birtist óvænt í skólapartíi Skandínavískra nema í Skotlandi …
Bill Murray birtist óvænt í skólapartíi Skandínavískra nema í Skotlandi ef marka má fréttir Sunday Telegraph. Reuters

Það vakti að vonum talsverða athygli þegar leikarinn Bill Murray mætti óvænt í partí hjá skandínavískum nemum er stunda nám í St. Andrews í Skotlandi. Leikarinn tók meira segja í þvottaburstann og aðstoðaði við uppvaskið að því er er segir í breska dagblaðinu Sunday Telegraph í dag.

Í kvikmyndinni Lost in Translation leikur Murray miðaldra og einmana leikar í Japan sem vingast við unga bandaríska konu og fer m.a. með henni í teiti.

Segja má að lífið hafi hermt eftir listinni þegar Murray, sem er 56 ára, fór í partí með norska nemanum Lykke Stavnef, sem er 22ja ára gömul.

„Enginn trúði sínum eigin augum þegar ég kom í partíið með Bill Murray,“ sagði Stavnef, sem stundar mannfræðinám í Skotlandi. „Hann var nákvæmlega eins og persónan í Lost in Translation.“

Hún segir að hafi ekkert haft á móti því að drekka vodka úr kaffikönnu og hjálpa til við uppvaskið í þröngu eldhúsinu. Með frétt Sunday Telegraph fylgir mynd af manni sem virðist vera Murray íklæddur köflóttri skyrtu og brúnu vesti að þvo pott í vaskinum.

Þegar það fréttist að Murray hafi mætt í partíið þá fylltist húsið fljótt af fólki sem vildi berja stjörnuna augum.

„Hann var að grínaðist með að hita upp pastaafgang og með það hversu fullir allir væru,“ sagði Agnes Huitfeldt, sem var í teitinu.

Eftir að hafa lokið uppvaskinu hvarf Murray á braut að sögn nemendanna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson