Búið að slökkva eld um borð í togaranum Beiti

Skipverjum á Beiti tókst sjálfum að slökkva eld sem kom upp bakborðsmegin í þvottaherbergi. Skipið er nú undan Reyðarfirði en stefnir í land. Samkvæmt upplýsingum frá landhelgisgæslu gekk vel að slökkva eldinn og vinna skipverjar nú að því að reykhreinsa. Björgunarþyrlunni TF-Líf var snúið við, en hún var kölluð út þegar tilkynning barst um eldinn. Nokkur skip munu hafa verið nálægt Beiti þegar eldurinn kom upp, og er ekki talið að bráð hætta hafi stafað að mönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert