Krókódíll og antilópa í jólamatinn á Bifröst

Á Bifröst verður meðal annars boðið upp á krókódílakjöt.
Á Bifröst verður meðal annars boðið upp á krókódílakjöt. mbl.is

Gunnar Garðarsson matreiðslumeistari á veitingastaðnum Kaffi Bifröst fer ótroðnar slóðir á sérstökum jólamatseðli sem hann býður viðskiptavinum sínum á aðventunni. Meðal þess sem þar er að finna er krókódíll, antilópa, strútur, skötuselur og krabbi sem ekki hafa verið taldir til hefðbundinna jólarétta, að því er fram kemur á fréttavef Skessuhorns. Þegar að hangikjötinu kemur hefur því verið breytt í skífur og eru þær bornar fram með baunageli.

Gunnar var um árabil yfirmatreiðslumeistari á Hótel Legoland í Danmörku. Hann segir krókódíl, strút og antilópu hafa notið vinsælda á veitingastað hótelsins. Honum hafi því þótt eðlilegt að bjóða gestum Kaffi Bifrastar að njóta þess einnig. Gunnar segir hefðbundin jólahlaðborð landsmanna komin að ákveðnum endamörkum og því full ástæða til þess að brydda upp á nýjungum í því sambandi. Á Kaffi Bifröst hafi því verið ákveðið að setja saman metnaðarfullan matseðil í stað hefðbundins hlaðborðs.

Krókódílaeldi er stundað víða erlendis og þaðan kemur kjöt það sem notað verður á Bifröst. Gunnar segir að kjötið þurfi að standast miklar kröfur áður en innflutningsleyfi fæst. Kjötið er ljóst, þétt og milt á bragðið og afar bragðgott. Antilópukjötið segir Gunnar að sé dökkt og með mildan og góðan villibráðarkeim.

„Ég hræðist ekki að bjóða gestum mínum rétti af þessu tagi því ég veit af eigin reynslu að þetta er gott hráefni og víðsýnir gestir okkar kunna án efa vel að meta það,“ segir Gunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert