Sigur Rós á heimaslóðum

Heimildamyndin Heima verður frumsýnd í haust, en hún sýnir tveggja vikna tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Sigur Rósar um Ísland á síðasta ári. Ferðalagið markaði lok átján mánaða tónleikaferðalags sveitarinnar um heiminn, en hún lék á alls 160 hljómleikum í kjölfar útgáfu plötunnar Takk. Kynningarmyndband um myndina er í dag frumsýnt á mbl.is og á vefsíðu tónlistartímaritsins NME.

Á ferðalaginu lék hljómsveitin í Ólafsvík, Djúpuvík, á Ísafirði, Hálsi í Öxnadal, Seyðisfirði, Snæfelli við Kárahnjúka, Ásbyrgi og Klambratúni svo nokkuð sé nefnt. Auk þess tók sveitin þátt í þorrablóti Kvæðamannafélagsins Iðunnar á Kirkjubæjarklaustri, spilaði við safn Samúels Jónssonar í Selárdal, Leiksskálum á Vík, Álafossi og Gömlu Borgum.

Þá verður gefin út tvöföld geislaplata samhliða útgáfu myndarinnar sem fengið hefur titilinn Hvarf – Heim.

Geislaplatan Hvarf mun innihalda áður óútgefin lög, en á plötunni Heim verða sex lög í órafmagnaðri útgáfu, sem tekin voru upp sérstaklega fyrir myndina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson