Meirihluti Íraka telur aðgerðir Bandaríkjanna í Írak hafa mistekst skv. könnun

Meirihluti Íraka er neikvæður gagnvart ástandinu í landinu og þá …
Meirihluti Íraka er neikvæður gagnvart ástandinu í landinu og þá þykir þeim aðgerðir Bandaríkjanna lítinn árangur borið. AP

Um 70% Íraka eru á þeirri skoðun að þeir séu óöruggari í dag en áður á þeim svæðum þar sem bandarískum hermönnum hefur verið fjölgað á sl. sex mánuðum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun.

Rúmlega 2.000 manns tóku þátt í könnuninni, sem BBC, ABC News og NHK stóðu að. Þar kemur fram að nærri 60% aðspurðra eru á þeirri skoðun að þær árásir sem eru gerðar á bandarískar hersveitir séu réttlætanlegar.

Um 93% súnníta eru á þessari skoðun og 50% sjía-múslíma.

Niðurstaða könnunarinnar er birt á sama tíma og hershöfðinginn David Petraeus, sem er yfirmaður heraflans í Írak, undirbýr sig fyrir að ávarpa Bandaríkjaþing.

Petraeus og Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjanna í Írak munu fara yfir áhrif fjölgunarinnar auk þess sem þeir munu ræða núverandi ástand í Írak.

Samkvæmt skoðanakönnuninni virðist flestir Írakar vera neikvæðir á stöðu mála í landinu í dag, líkt og verið hefur frá innrás Bandaríkjanna í mars árið 2003.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert