Styrkleiki fíkniefnanna mjög mikill

Amfetamínið, sem fannst í skútunni í Fáskrúðsfjarðarhöfn í gærmorgun.
Amfetamínið, sem fannst í skútunni í Fáskrúðsfjarðarhöfn í gærmorgun. mbl.is/Júlíus

Fram kom á blaðamannafundi, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt í dag, að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess, að fíkniefnapakkarnir sem fundust í skútu í Fáskrúðsfjarðarhöfn í gærmorgun, séu rúmlega 60 kíló. Um er að ræða amfetamín, um 14 kíló af e-töfludufti og 1800 e-töflur. Bendir allt til að styrkleiki fíkniefnanna sé mjög mikill. Nákvæmnisleit í skútunni á eftir að fara fram.

Tveir menn hafa verið handteknir í Færeyjum vegna fíkniefnamálsins og hafa þá alls 10 verið handteknir, bæði hér og erlendis og eru allir íslenskir utan einn, sem er Dani.

Mennirnir fimm, sem handteknir voru hér á landi í gær hafa allir komið við sögu lögreglu áður í fíkniefnamálum og eru á þrítugs- og fertugsaldri. Fjórir þeirra voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 18. október og einn í viku.

Ákvörðun verður þeirra ekin síðar í dag um hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir mönnum, sem handteknir voru erlendis en ákvarðanir um beiðnir um framsal verða teknar síðar.

Húsleitir hafa verið gerðar hér á landi og erlendis á síðasta sólarhring. Fimm húsleitir hafa verið gerðar hér á höfuðborgarsvæðinu og skútu í Sandgerði. Þá á eftir að leita í einum bíl, sem lögreglan er með í sinni vörslu. Fíkniefni fundust í húsleitum í Danmörku og Færeyjum.

Rannsóknin teygir einnig anga sína til Hollands og Þýskalands. Hafa íslenskir fíkniefnarannsóknalögreglumenn verið við störf erlendir vegna málsins undanfarna mánuði og verða áfram.

Lögreglan segir að með aðgerðunum í gærmorgun sé ákveðnum þætti málsins lokið. Yfirheyrslur eru hafnar bæði hér á landi og erlendis yfir sakborningunum. Rannsóknin snýst nú m.a. um að upplýsa um aðild þeirra sem handteknir hafa verið.

Hulda María Stefánsdóttir, aðstoðarsaksóknari, Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, og Karl …
Hulda María Stefánsdóttir, aðstoðarsaksóknari, Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, og Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Júlíus
Amfetamínið, sem fannst í skútunni í Fáskrúðsfjarðarhöfn í gærmorgun.
Amfetamínið, sem fannst í skútunni í Fáskrúðsfjarðarhöfn í gærmorgun. mbl.is/Júlíus
Skútan flutt á vagn á Fáskrúðsfirði í morgun. Henni verður …
Skútan flutt á vagn á Fáskrúðsfirði í morgun. Henni verður ekið til Reykjavíkur. mbl.is/Albert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert