Rannveig Rist: Ákvörðun Landsvirkjunar vonbrigði

Álver Alcan í Straumsvík
Álver Alcan í Straumsvík mbl.is/Sverrir

Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, segir að sú ákvörðun Landsvirkjunar að ganga ekki að svo stöddu til viðræðna um raforkusölu við fyrirtæki, sem hyggja á byggingu nýrra álvera á Suður- eða Vesturlandi, valdi vonbrigðum. Alcan á Íslandi þurfi nú að fara yfir það hvað þetta þýði.

„Þetta eru að minnsta kosti vonbrigði miðað við það sem við höfðum væntingar um," sagði Rannveig.

Hún sagði að fyrirtækið þyrfti lengri tíma til að átta sig á þessum fréttum enda hefðu þær verið að berast.

Alcan hefur m.a., eftir að Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins í Straumsvík í atkvæðagreiðslu, kannað möguleika á að reisa álver í Þorlákshöfn eða á Vatnsleysuströnd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert