Forn skartgripur finnst á Rangárvöllum

Þórður Tómasson, safnvörður í Skógum hefur fundið kingu, skartgrip frá síðari hluta tíundu aldar í gömlum bæjarrústum á Rangárvöllunum. Fram kom í fréttum Sjónvarpsins að þetta þyki mjög merkilegur fundur en aðeins séu til fjórar kingur frá fornöld á Þjóðminjasafninu.

Þórður var á ferð með Jóni Ólafssyni, bónda á Kirkjulæk í Fljótshlíð og Oddgeiri Guðjónssyni, fyrrverandi bónda í Tungu, um austurhluta Rangárvalla í gömul eyðibýli þegar skartgripurinn fannst. Fram kom í fréttum Sjónvarps að talið sé að þetta sé bærinn Holt sem getið er um í Njálssögu en þar bjó Hróðný, barnsmóðir Njáls á Bergþórshvoli bjó og Höskuldur Njálsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert