Davíð hóf störf í Seðlabankanum í dag

Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri og bankastjórarnir Jón Sigurðsson, Davíð Oddsson og …
Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri og bankastjórarnir Jón Sigurðsson, Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason í Seðlabankanum í dag. mbl.is/Ásdís

Davíð Oddsson hóf störf sem Seðlabankastjóri í dag. Hann sagði við Morgunblaðið að fyrsti dagurinn hefði bara gengið vel. Hann hefði verið að þreifa sig áfram og átt fundi með kollegum sínum og gengið um og hitt starfsmenn.

Davíð segist hafa notað undanfarnar vikur til að undirbúa sig fyrir starf sitt sem Seðlabankastjóri. „Síðustu þrjár vikur hef ég fengið send gögn daglega send úr bönkunum og hef verið að lesa mér til. Bæði skýrslur, greinagerðir, fundargerðir og annað þess háttar.“

Davíð hefur ákveðið að þiggja ekki eftirlaun á meðan hann sinnir starfi seðlabankastjóra, líkt og honum er heimilt samkvæmt frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi árið 2003. „Ég tel að ég sé það vel haldinn í þessu starfi að ég þurfi ekkert að vera að bæta við það."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert