Árni hættir í stjórnmálum og Siv kemur inn í ríkisstjórnina

Halldór Ásgrímsson ásamt Jóni Kristjánssyni og Siv Friðleifsdóttir, sem taka …
Halldór Ásgrímsson ásamt Jóni Kristjánssyni og Siv Friðleifsdóttir, sem taka nú við nýjum ráðherraembættum. mbl.is/Sverrir

Árni Magnússon, félagsmálaráðherra, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum og segja af sér embætti ráðherra. Siv Friðleifsdóttir kemur á ný inn í ríkisstjórnina og tekur við embætti heilbrigðis- og tryggingaráðherra og Jón Kristjánsson, sem gegnt hefur starfi heilbrigðisráðherra, verður félagsmálaráðherra.

Árni sagði eftir stuttan þingflokksfund Framsóknarflokksins í dag, að hann hefði á undanförnum vikum farið í gegnum endurmat á sínu lífi og tekið ákvörðun um að fara ekki fram í næstu kosningum. Að baki lægju persónulegar ástæður. Því hefði hann ákveðið að hætta strax í stjórnmálum.

Jafnframt hefði það gerst á síðustu dögum, að honum bauðst að leiða starf á sviði endurnýjanlegra orkugjafa á alþjóðafjárfestingarsviði Íslandsbanka og hefði ákveðið að taka því starfi.

Halldór Ásgrímsson tilkynnir fréttamönnum að Árni Magnússon, sem er til …
Halldór Ásgrímsson tilkynnir fréttamönnum að Árni Magnússon, sem er til hægri á myndinni, hafi ákveðið að hætta í stjórnmálum. mbl.is/Sverrir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert