Baldur Guðnason greiðir hæstu opinberu gjöldin í Reykjanesumdæmi

Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips,
Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips,

Baldur Örn Guðnason, forstjóri Eimskipafélags Íslands, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjórans á Reykjanesi, samkvæmt álagningarskrá sem lögð var fram í morgun. Greiðir Baldur Örn rúmlega 121 milljón króna en Páll Breiðdal Samúelsson greiðir tæpar 105 milljónir króna. Bjarni Ármannsson greiðir tæpar 72 milljónir króna.

Listinn yfir gjaldahæstu einstaklingana er eftirfarandi:

1. Baldur Örn Guðnason, Seltjarnanesi 121.144.494 krónur
2. Páll Breiðdal Samúelsson Seltjarnarnesi 104.557.230 krónur
3. Bjarni Ármannsson Seltjarnarnesi 71.729.123 krónur
4. Jón Sigurðsson Seltjarnarnesi 64.068.261 króna
5. Steingrímur Wernersson Kópavogi 58.464.857 krónur
6. Benedikt Sveinsson Garðabæ 57.742.512 krónur
7. Hilmar R. Konráðsson Garðabæ 57.377.358 krónur
8. Stefán Egilsson Hafnarfirði 51.378.651 króna
9. Ellert Vigfússon Garðabæ 48.964.886 krónur
10. Anna Fríða Winther Seltjarnarnesi 47.517.857 krónur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert