„Ótrúlega erfitt“

Freydís Halldórsdóttir
Freydís Halldórsdóttir

„Ég vissi ekki að það yrði svona ótrúlega erfitt að fá vinnu,“ segir Freydís Halldórsdóttir, sextán ára nemi í Menntaskólanum í Reykjavík.

„Ég var frekar sein að byrja að leita mér að vinnu, því ég var í prófum, og var ekkert að pæla mikið í þessu.“

Betur fór en á horfðist því Freydís er nú komin í hlutastarf í Snælandsvídeói. Áður var hún búin að sækja um þrjátíu störf. Hún byrjaði að sækja um þau störf sem hún hafði mestan áhuga á, en dagarnir liðu og hún slakaði á kröfunum og sótti um víðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert