Tvítugir og eldri mega tjalda á Akureyri

mbl.is/Hjálmar

Í ljósi reynslu frá dögunum kringum 17. júní síðustu ár, sem hafa einkennst af ofbeldi og áfengis- og vímuefnaneyslu á tjaldsvæðunum á Akureyri verður í ár aðgengi stýrt að tjaldsvæðunum. Einnig verður aukin öryggis og löggæsla til að tryggja að reglum tjaldsvæðanna sé framfylgt. Aðgengi er fyrir fjölskyldufólk og miðast við 20 ár fyrir aðra.

Þetta kemur fram í tilkynningu Hömrum, útilífs- og umhverfismiðstöð skáta og jafnframt rekstraraðila tjaldsvæða Akureyrarbæjar að Hömrum og Þórunnarstræti.

Gildir þetta fyrir tímabilið 14. til 18. júní. Aðgengi verður þannig stýrt að afgreiðsla verður lokuð yfir nóttina – nýir tjaldgestir geta þá ekki komist á svæðin. Tjaldsvæðið á Þórunnarstræti verður aðeins fyrir fjölskyldufólk. Allir bílar verða stoppaði við afleggjara að Hömrum og aðeins þeir sem kaupa gistingu og hafa til þess aldur verður heimilað að aka upp á svæði. Lögregla verður með fasta vakt á svæðunum, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert