Kostnaðaráætlun fyrir tónlistarhúsið stenst

Teikning af forsal Tónlistarhússins
Teikning af forsal Tónlistarhússins

Kostnaðaráætlun fyrir byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins í Reykjavík stenst að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Portus.

„Kostnaðarmat við framkvæmdir er í samræmi við upphaflegar áætlanir,“ segir Helgi, en þær hljóðuðu upp á 14 milljarða króna. Fjármagnskostnaður hafi þó hækkað líkt og hjá öllum en það komi ekki til með að breyta áætlunum.

Hvað varðar aðrar framkvæmdir á svæðinu, t.d. við hótel- og skrifstofuhúsnæði, segir Helgi að kostnaðaráætlanir þar hafi í sjálfu sér ekkert breyst. Helgi vildi þó ekki gefa upp hversu hár sá kostnaður yrði og sagði Portus hingað til ekki hafa gefið upp þær tölur.

andresth@mbl.is

Í hnotskurn
» Kostnaðarætlun fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhúsið hljóðar upp á 14 milljarða.
» Byggingin og reksturinn er einkaframkvæmd samkvæmt samningi milli Portus og Austurhafnar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert