Grafið á slóðum Egils

Fornleifafræðingar að störfum í Mosfellsdal í dag.
Fornleifafræðingar að störfum í Mosfellsdal í dag. mbl.isValdís

Fornleifafræðingar hvaðanæva að grafa um þessar mundir upp mjög vel varðveittar leifar bæjarins Mosfells í landi Hrísbrúar í Mosfellsdal. Þar mun Egill Skallagrímsson hafa eytt stórum hluta elli sinnar og er silfursjóður hans samkvæmt Egils sögu grafinn í grenndinni.

Einnig hefur verið grafin upp kirkja skammt undan en undir henni fannst tóm gröf, sem talið er að geti verið fyrsti hvílustaður Egils, en líkamsleifar hans voru færðar ásamt þeim sem hvíldu í kirkjugarðinum um leið og kirkjan var færð um set.

Nánar verður fjallað um uppgröftinn í Morgunblaðinu á morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert