Green vildi kaupa skuldir Baugs með 95% afslætti

Philip Green.
Philip Green. AP

Stór bandarískur fjárfestingarsjóður hefur lýst yfir áhuga á skuldum Baugs við Kaupþing og eru fulltrúar hans væntanlegir til landsins í dag til þess að funda með skilanefnd bankans, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Breski kaupsýslumaðurinn Philip Green er ennþá á landinu en hann hefur fundað með skilanefndum Kaupþings og Landsbankans. Á föstudaginn kom Green ásamt Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Gunnari Sigurðssyni og Ingibjörgu Pálmadóttur á fund skilanefndar Kaupþings. Mun Green hafa viljað kaupa skuldir Baugs á 5% af raunvirði en tekið var heldur dræmt í þær hugmyndir hans. Hugsanlega er um fyrsta útspil að ræða til þess að kanna samningsstöðuna.

Allt aðrar verðhugmyndir hafa verið nefndar milli bandaríska sjóðsins og skilanefndar Kaupþings. Samanlagðar skuldir Baugs við Kaupþing og Landsbankann hlaupa á hundruðum milljarða króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert