Nýr forstjóri Landspítala kominn til starfa

Hulda Gunnlaugsdóttir
Hulda Gunnlaugsdóttir mbl.is

Hulda Gunnlaugsdóttir tók við starfi forstjóra Landspítala í dag.  Hún hefur verið forstjóri Akers háskólasjúkrahússins í Osló en var ráðin til Landspítala frá 1. september síðastliðinn.  Síðan hefur Hulda verið að ljúka verkefnum í sínu fyrra starfi en á meðan var Björn Zoëga framkvæmdastjóri lækninga settur forstjóri Landspítala.

Fyrsta verk nýja forstjórans var að taka þátt í vikulegum þriðjudagsfundi framkvæmdastjórnar Landspítala, að því er fram kemur á vef LSH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert