Óvíst með framhald rússnesku

mbl.is/Þorkell

Óvissa ríkir um framhald rússneskunáms við Háskóla Íslands en á bilinu 20-30 manns stunda námið. Fjárfestingarfélagið Samson ákvað í fyrra að styrkja námið næstu þrjú árin en félagið er eins og kunnugt er í greiðslustöðvun.

Óskar Einarsson, rekstrarstjóri hugvísindasviðs Háskóla Íslands, segir engin skýr svör hafa komið fram vegna málsins. „Við munum kenna rússnesku þetta skólaár. Við hendum ekki nemendunum út á miðju skólaári. En hvort því verður framhaldið næsta vetur er enn í óvissu,“ segir hann.

Líka eigi eftir að koma í ljós hvers konar fjárveitingar háskólinn fái á fjárlögum. Óskar segir hæpið að opinber framlög fáist til þess að halda náminu áfram úti.

Áður en styrkur Samsonar kom til hafði nám í rússnesku legið niðri í nokkur ár vegna fjárskorts. Samson lagði til eina og hálfa kennarastöðu í rússnesku við deildina en námið er kennt sem aðalgrein við skólann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert