Íslenska ríkið á ekki aðild

Helgi Áss Grétarsson hefur einnig gert garðinn frægan í skákíþróttinni.
Helgi Áss Grétarsson hefur einnig gert garðinn frægan í skákíþróttinni. mbl.is

Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur sagði í þættinum Silfri Egils á ríkissjónvarpinu í dag, að íslenska ríkið geti líklega ekki orðið aðili að dómsmáli, fyrir breskum dómstóli í Englandi, vegna aðgerða breskra stjórnvalda gegn íslenskum bönkum í október. Nærtækara sé að málsóknin fari í gegnum Kaupþing og Landsbankann.

Ástæðan er sú, að sögn Helga Áss að Bretar beittu tveimur stjórnvaldsaðgerðum, þann áttunda október, en hvorug þeirra beindist gegn íslenska ríkinu. Þær beindust að fyrrnefndum bönkum.

Vinnist mál þessara banka fyrir breskum dómstólum og verði aðgerðir bresku stjórnvaldanna dæmdar ólögmætar, þá geti ýmsir aðrir íslenskir aðilar höfðað skaðabótamál í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert