Starfsfólkið miður sín

Starfsfólk St. Jósefsspítala stóð utan við salinn þar sem heilbrigðisráðherra …
Starfsfólk St. Jósefsspítala stóð utan við salinn þar sem heilbrigðisráðherra kynnti fyrirhugaðar breytingar í dag. mbl.is/Golli

St. Jósefsspítali verður öldrunarstofnun og núverandi starfsemi flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og Landspítalann. Þetta var meðal þess sem Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra greindi frá á blaðamannafundi sem nú stendur yfir þar sem kynntar eru sameiningar sjúkrastofnana.

Starfsmenn St. Jósefsspítala eru algjörlega miður sín, að sögn Sveins G. Einarssonar, yfirlæknis á svæfingardeild spítalans en starfsmenn, sem ekkert hafa fengið að vita um fyrirætlanir yfirvalda, flykktust á blaðamannafund ráðherra í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert