Í raun ótrúlega góð niðurstaða

Svavar Gestsson, sendiherra.
Svavar Gestsson, sendiherra. mbl.is/Golli

Svavar Gestsson, sendiherra, sem fór fyrir samninganefnd Íslands í viðræðum við Breta og Hollendinga um Icesave-reikninga, segir að niðurstaðan sem nú er fengin hafi í raun verið ótrúlega góð miðað við allar aðstæður.

„Að í miðri kreppunni losni Ísland við að borga krónu í þessi ósköp í sjö ár, er alveg frábært," sagði Svavar.

Hann sagði, að í málinu hefði verið lögð áhersla á að Landsbankinn sé einkabanki og eðlilegt sé að byrjað sé á að nota hans eignir til að greiða upp skuldbindingarnar. „Það var auðvitað flókið mál að fá viðsemjendur okkar til að fallast á þá röð en það tókst," sagði Svavar.

Hann ítrekaði að þetta væri prýðileg niðurstaða „ef menn ætluðu að borga á annað borð. Við stóðum frammi fyrir tveimur kostum: annars vegar að borga og hins vegar að borga ekki. Það má segja að við veljum báða, annars vegar að borga ekkert í sjö ár og eigum síðan að klára þetta eftir því hvernig gengur."

-Hefði það verið kostur að borga ekki?

„Nei, það held ég ekki," sagði Svavar Gestsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert